ABETsem framleiðendur harðplasts, hafa bætt á sig fangamarkinu HPL (High Pressure Laminates) og í útlistun á sinni vöru vilja þeir sýna hina tæknifræðilegu hlið  framleiðsluferlisins með einföldum skýringarmyndum, og samanburð á gæðum HPL við önnur vel þekkt efni.
Það verður strax eftir því tekið að hvað varðar hörku, rispuþol, höggþol, þol gegn sýrum og eldi, hve gott er að vinna með það og gæði á yfirborðshúð, þá er HPL alltaf númer eitt, og stundum langt fyrir framan allar þær vörur sem skilgreindar eru – oft ekki með réttu, melamín.
Þ.Þorgrímsson & Co eru umboðsmenn ABET Laminati á Íslandi og hafa upp á að bjóða á milli 50 til 100 staðalliti harðplasts á lager, auk þess sem sérpantanir hundruða annarra lita er leikur einn.
Innréttingasmiðjur um land allt hafa um mörg ár notað ABET Print harðplastið á allar sínar innréttingar og hrósa því stöðugt, því ekki einungis er gott að vinna með það heldur er einnig hægt að gera meira persónulega hluti og það kemur ekki harkalega við budduna.
Staðalstærðir platnanna er 1300 x 3050 mm og er þykktin 0,9 mm en ýmsir litir eru einnig til í stærðinni 1300 x 4200 mm.

Stærðir : 1300 x 3050 x 0,9 mm

Sumar plötur er hægt að fá í stærð : 1300 x 4200 mm