Eurocoustic-logoEurocoustic eru sérfræðingar í framleiðslu hljóðísogs-, hljóðdempunar-, hljóðeinangrunar- og brunavarnarplata í kerfisloft. Eurocoustic framleiðir bæði veggja- og loftaplötur í hæsta gæðaflokki hvort sem snúi að hljóðdempun, eða hljóðísogi. Eurocoustic framleiðir plötur hvort sem er til notkunar í iðnaðar-, skrifstofu- eða íbúðarhúsnæði. Plöturnar eru framleiddar úr steinull og hafa frábæra eiginleika ásamt smekklegu útliti. Plöturnar eru allar 100% náttúruvænar, þola hátt rakastig. Plöturnar eru algengastar í hvítu en á lager eigum við einnig til plötur í gráum sem og svörtum lit. Hægt er að panta plötur í ýmsum öðrum litum. Eins er hægt að fá kerfið í litum líka.