Þ.Þorgrímsson & Co.

  • Stofnár: 26. júní 1942
  • Tegund starfsemi: Byggingavöruverslun, heildsala og smásala.
  • Þjónusta: Sala og almenn ráðgjöf um þau byggingar og innréttingaefni sem fyrirtækið hefur á boðstólnum.
  • Aðsetur: Ármúli 29, 108 Reykjavík (Borgarmiðjan) 25 bílastæði fyrir viðskiptavini.

Byggingavöruverslunin Þ. Þorgrímsson & Co. var stofnuð á vormánuðum árið 1942 af Þorgrími Þorgrímssyni stórkaupmanni f. 1924 –  d. 2012.

Á fyrstu árum fyrirtækisins mótaðist innkaupastefna þess mest af þeim vörum sem voru fáanlegar á stríðstímanum hverju sinni.

Snemma var þó stefnan mörkuð vegna mikils skorts á byggingavörum í landinu eftir stríð. Helstu viðskiptalönd voru Bandaríkin, Spánn og England.

Í dag þjónustar fyrirtækið byggingamarkaðinn með sölu og þjónustu á hverskonar byggingavörum til klæðninga á loftum, gólfum, veggjum innanhúss
og utan á húsið. Má þar helst nefna utanhússkæðningar,þakefni, eldvarnarplötur,  glugga og útihurðir.

Einnig sérhæfir fyrirtækið  sig í hljóðeinangrun fyrir híbýli verslanir, skrifstofur og iðnaðinn jafnframt hitaeinangrun fyrir frystiiðnaðinn.  Auk þess er starfrækt  véladeild fyrir byggingaiðnaðinn og margt fleira.

Við sendum vörur út um allt land og höfum opið frá kl. 08:00 til kl. 18:00 alla virka daga en lokað er um helgar.