iGRiP naglarnir eru hannaðir og þróaðir í Kanada með erfiða vetrarfærð í huga.

Hægt er að fá nagla fyrir flest faratæki og vinnuvélar, sem og skó.

Helstu kostir iGRiP eru:

  • Einföld og auðveld uppsetning! Naglarnir eru skrúfaðir beint í dekk eða belti og teknir úr á sama hátt án þess að valda skemmdum. Skrúfbiti fylgir öllum nöglum.
  • Góð ending! iGRiP naglarnir eru úr galvaniseruðu stáli með karbið oddi sem gerir þá sérstaklega slitsterka. Því er hægt að nota sömu naglana ár eftir ár, þeir eru einfaldlega settir í á haustin og teknir úr á vorin.
  • Öryggi! Naglarnir veita framúrskarandi grip í snjó og klaka, aksturinn verður stöðugri og bremsugetan öflugri. Einnig auka naglarnir snerpu.