Byrjað er á vegglistum, þeim er komið fyrir láréttum allan hringinn í herberginu.

Vegglistarnir eru oftast negldir eða skrúfaðir á vegginn. Ef lítil festa er í veggnum getur verið nauðsynlegt að líma þá líka.

Næst þarfa að reikna út staðsetningu burðalistana. Mælið herbergið þvert á burðarlistana, til að finna út miðju. Athugið þó að bilið frá vegg út að fyrsta burðalista þarf að vera aðeins meira ef byrjað er á heilli plötu, um.þ.b 1-3 cm eftir tegund vegglista. Athugið einnig vel að enda ekki á minni plötu en 10 cm.

Upphengjum er krækt í burðarlista með um.þ.b 120cm millibili. Best er þó að krækja ekki öllum hengjum í listana fyrr en búið er að stilla þá lárrétt.

Burðarlistarnir liggja lausir ofan á vegglistunum um.þ.b 2-3 mm frá veggnum.

Þegar búið er að hengja upp nokkra burðarlista, má byrja að smella 120cm þverlistunum í, með 60cm millibili.
Síðan eru 60cm þverlistunum smellt í miðjuna á 120cm þverlistunum og læstir saman ef ekki kemur listi á móti.

Best er að raða nokkrum plötum í kerfið jafnóðum og það er sett upp. Ef plöturnar falla niður fyrir kerfið stilla þær kerfið af þannig að það verður hornrétt. ATHUGIÐ !!! Aftan á flestum plötum er ör sem sýnir í hvaða átt plöturnar eiga að snúa.

Sá hluti burðarlistans sem klipptur er af þegar endað er út við vegg er notaður í byrjun næstu raðar. Athugið þó að götin fyrir þverlistana séu hornrétt hvort á móti öðru.
Þegar búið er að setja stóran hluta, eða allar heilu plöturnar í kerfið má ganga frá endunum í kerfinu (þvert á burðarlistana). Að lokum eru plöturnar skornar niður út við veggina.

Þessi lýsing er aðeins til viðmiðunar, því aðstæður geta verið mjög mismunandi og verður að haga uppsetningu eftir aðstæðum.

Þegar búið er að setja stóran hluta, eða allar heilu plöturnar í kerfið má ganga frá endunum í kerfinu (þvert á burðarlistana).  Að lokum eru plöturnar skornar niður út við veggina.

Þessi lýsing er aðeins til viðmiðunar, því aðstæður geta verið mjög mismunandi og verður að haga uppsetningu eftir aðstæðum.

Prenta