Uppbygging fjölveggjaplatnanna (multiwall) tryggir framúrskarandi einangrun ásamt því að veita gott högg- og frostþíðuþol.

Ytri hlið Polycarbonate-platnanna er með U.V. vörn (hægt að fá á báðar hliðar) sem er samkeyrt (coextruted) inn í efnið í framleiðsluferlinu, þetta fyrirkomulag tryggir að öldrun efnisins verði sem hægust og hættulegir geislar sólar eiga ekki greiða leið að viðkvæmum gróðrinum.

Policarb® (sléttskornar fjölveggjaplötur) er notað í þök, glugga, þakglugga, gróðurhús, skýli, garðskýli, og loft.

ArcoPlus® (læstar klæðningarplötur) er notað í glugga, flöt þök (lágm. halli 5%) og sveigð þök (lágm. radíus 2 metrar).

Policomp® (gegnheilar sléttskornarplötur) er mestmegnis notað í lóðrétta glugga þar sem styrkur og léttleiki ráða ferðinni.