Náttúruleg og vistvæn innanhússklæðning sem hrífur fleiri skilningarvit. Muratto klæðningar eru unnar úr hreinum náttúrukorki sem hefur ýmsa eiginleika fyrir utan útlit og stíl. Korkurinn er einstaklega mjúkur og hlýr viðkomu með einstaklega góða varmaeinangrun. Vegna mýktar hefur korkurinn einnig áhrif á hljóðvist rýma og þá sérstaklega þær tegundir með misþykku yfirborði sem hjálpar til við að tvístra hljóðbylgjur og minnka þannig bergmál.

MURATTO var stofnað 2013 og hefur síðan þá hlotið fjölda verðlauna á heimsvísu fyrir hágæða korkvörur. Hjá Þ.Þorgrímsson & Co. er hægt að nálgast lofta- og veggjakork í ýmsum útgáfum og litum frá þeim.

Um er að ræða, hágæða, náttúrulegan kork sem er unninn með tilliti til náttúruverndar, hönnunar og hæstu gæðastaðla. MURATTO korkurinn er einstaklega mjúkur og hlýr viðkomu, og hefur góða varmaeinangrunar og hljóðdempandi eiginleika.

Einingarnar eru auðveldar í uppsetningu ásamt því að vera algjörlega endurvinnanlegar.

Endilega heyrið í okkur fyrir frekari upplýsingar.

CORK BRICKS 3D eru einstaklega léttar þrívíddar kork flísar. Þær hafa náttúrulega kork áferð og fást í mismunandi þykktum. Um er að ræða hágæða kork sem búið er að mála með nýjustu tækni til þess að fá sem náttúrulegast útlit. Vegna sérkenna CORK BRICKS 3D, vekja þær oft mest athygli af öllum hönnunarlínunum .

Bæklingur

Tæknilegar upplýsingar hljóð

Heimasíða framleiðanda

BEEHIVE

BEEHIVE einingarnar eru hannaðar með rúmfræði náttúrunnar að leiðarljósi. Formið er byggt á lögun býflugnabús en þróast svo í takt við önnur form sem finnast í náttúrunni Mynstrið virðist nánast hreyfast þegar það er komið upp á vegg og hægt er að forma áhríf þess með mismunandi birtuskilyrðum. Þannig er hægt að forma herbergið og tilgang þess.

CHOCK

CHOCK er sérstaklega hannað með víðáttu og stór herbergi í huga. CHOCK hefur fjórar línur sem liggja í sitt hvora áttina út frá miðju, eins og gluggar sem opnast allir á mismunandi vegu. Þannig viðheldur hver eining sína lögun á sama tíma og hún myndar einstakt heildarmynstur.

MINICHOCK

MINICHOCK er hannað fyrir minni rými og samanstendur af fjórum litlum ferhyrndum reitum sem mætast í mismunandi vinklum. Útkoman verður einstaklega lifandi og áhrifamikið mósaík mynstur í þrívídd.

PEAK

PEAK mynstrið er samsett af fjórum minni ferhyrndum einingum, þar sem hver minni eining dregur lögun sína frá fjöllum náttúrunnar með óreglulegum hátindum. Alveg eins og náttúran breytist með mismunandi birtuskilyrðum, breyta PEAK einingarnar stemningunni í rýminu með hin sömu skilyrði og finnast í náttúrunni; með litum og birtu.

SENSE

SENSES einingin er í laginu eins og stundarglas sem raðast lárétt og lóðrétt til skiptist, svo úr verði mjúkt þrívíddar mynstur. Hugmynd að hönnuninni er fengin frá bylgjum hafsins og mjúkum línum náttúrunnar. Hægt er að, til dæmis, nota SENSES til að lífga upp á veggi – annað hvort að hluta til eða algjörlega. Jafnvel blanda saman litum og leyfa hugmyndafluginu að ráða för.

STRIPS

STRIPS einingarnar eru stærstu einingar ORGANIC BLOCKS hönnunarlínunnar. Grunnurinn er hágæða korkur ásamt þéttum kork kornum, sem saman mynda stílhreint og þægilegt mynstur með nútíma blæ. Einingarnar samanstanda af samsíða línum sem hægt er að raða á mismunandi vegu og búa þannig til allt frá nýtískulegum mynstrum til hefðbundnari og stílhreinni mynstra í rýmið.

HEXAGON

HEXAGON er sexhyrnd eining með stílhreinu þrívíddar mynstri sem byggir á rúmfræði náttúrunnar. Hönnunin sameinar samskipti, jafnvægi og sameiningu. Þegar einingarnar raðast saman mynda þær hrífandi heild án þess þó að missa einstakan eiginleika sinn – sama á hvaða hátt þeim er raðað.

DROP

DROP er þrívíddar eining sem er í laginu eins og dropi. Hönnunin byggir á lögun vatnsdropans í náttúrunni og dreifir birtu á einstaklega skemmtilegan máta. Þessar einingar gefa hugmyndafluginu lausan taum. Hægt er að búa til öll helstu öfl náttúrunnar með mismunandi litavali og magni – allt frá ám, til öflugra eldgosa og stórfengilegra fossa.