viroc_horizontalVIROC byggingaplatan er framleidd úr blöndu af sementi og trétrefjum. VIROC plöturnar eru sementsgráar og svartar á lit og er áferð platnanna hart og slétt báðum megin. VIROC plöturnar eru framleiddar úr sérstökum efnasamböndum sem henta vel við allar aðstæður, úti sem inni. VIROC inniheldur engin rokgjörn efni sem gætu verið skaðleg.

VIROC má meðhöndla á marga vegu.  fasa og festa má plöturnar með venjulegum skrúfum, auk þess að auðvelt er að fræsa og útbúa gengjur í plötuna.

VIROC byggingaplatan hefur breitt notkunarsvið og er endingargóð auk þess að hafa þrjá megin eiginleika:

  • VIROC er brunaþolin, hljóðeinangrandi og vatnsþolin.
  • VIROC má nota í blautrými og þar sem vatn mæðir á. Sveppagróður loðir ekki við Viroc.
  • VIROC-plöturnar henta þ.a.l þar sem kröfur eru gerðar um hreinlæti.
  • VIROC hefur einstaka yfirburði alhliða utanhússklæðninga.
  • VIROC hefur verið notað í forsmíðaðar einingar með mjög góðum árangri, hvort sem er einföldun eða tvöföldun veggja, með einangrun eða án.
  • VIROC hefur einstaka yfirburði sem utanhússklæðning og þolir íslenskra veðráttu einstaklega vel, bleytu, frost og jarðveg.
  • VIROC er viðurkennt af Brunamálastofnun sem klæðning í flokki 1.
Framleiðslugerðir:slípað –  óslípað  – forgrunnað
Staðalstærð, til á lager

2600 x 1200 mm

Einnig til gólfplötur 1500 x 600   x 18mm

  Fáanlegar stærðirí sérpöntun: 

2440 x 1220     2600 x 1250
3050 x 1220     3050 x 1250
3200 x 1220     3200 x 1250

3000 x 1200 

Lagerþykktir grátt:8 – 10 – 12 – 16 – 19 mm
Black(koksgrátt)               white(kremað)               Yellow(Gular)                          Red ( Rauðar)                   Ocher (Mosagrænn)Lagerþykkt litað 12mm nema hvítt 10
Þéttleiki: (lágmarkstölur)1350 kg/m3
Svignunarstyrkur:12N/mm2
Samþjöppunnarstyrkur:15N/mm2
Rakainnihald:9% + 3%
Vatnsdrægni: (24 tímar í vatni)0.7% (meðaltal)
Gegndrægi á eymuðu vatni:0.00197 g/m.h.mm.hg
Hitaleiðni:0.22.W/m.k.

Brunaþol VIROC Plötunnar

Miðað er við stöðugan hita við +1200°C

VIROC þykkt:Eldþol í mínútum:
10 mm20 mín.
12 mm24 mín.
16 mm32 mín.
19 mm38 mín.
Til að ná 60 mínútum í brunaþoli við stöðugan 1200°C þarf 30 mm þykka VIROC plötu.
Þessar upplýsingar eru gefnar upp af framleiðenda VIROC plötunnar.